Íslenska - Spænska
Español - Islandés
Tel: 0034 654 832 847
Túlkun
Hér fyrir neðan geturðu séð nokkur dæmi um túlkanir sem ég býð uppá. Óskir þú eftir annarskonar túlkun, s.s. símatúlkun eða túlkun sem ekki er talin upp hér að neðan, þá er þér velkomið að hafa samband og fá leiðbeiningar og verðtilboð þér að kostnaðarlausu.
Samfélagstúlkun
Samfélagstúlkun felur í sér gagnvirkni þ.s. túlkurinn miðlar tjáskiptum á milli aðila sem tala ólík tungumál og hentar m.a. vel til að túlka á foreldrafundum, í læknisheimsóknum, og í hverskonar fundum hjá hinum opinbera og/eða hjá einkafyrirtækjum.
Læknaheimsókn: Oft getur verið gott að fá túlk með í læknaheimsókn, þar sem þú getur talað íslensku og getur verið viss um að læknirinn þinn skilur þig 100%, og þú hann. Jafnframt er miklvægt að læknirinn þinn viti nákvæmlega hvaða meðferð þú hefur fengið í öðru landi og þá gjarnan gott að taka með sér þýðingu á viðkomandi skjölum. Nánari upplýsingar um slíkar þýðingar getur þú nálgast HÉR.
Foreldrafundir & skráning barns í skóla: Einnig getur það komið sér vel að taka með túlk þegar skrá á barn í skóla eða fara á fyrstu foreldrafundina, hvort sem um er að ræða opna foreldrafundi eða einstaklingsbundin viðtöl. Þannig öðlast þú sem foreldri vissu um að hagsmunum barna þinna sé gætt og tryggir að barnið þitt fái nauðsynlega aðstoð við að aðlagast nýju menntakerfi, menningu og tungumáli.
Við flutning á milli Íslands og Spánar er mikilvægt að leggja fram gögn um námsferil og einkunnir þegar kemur að því að skrá börn í skóla, eða sækja um starf. Þetta gildir jafnframt um flutninga frá Spáni til Íslands, hafi barn t.d. stundað nám á Spáni er mikilvægt að þýða staðfestingaskírteini og/eða einkunnarspjöld þess eðlis yfir á íslensku. HÉR finnur þú upplýsingar um þýðingarþjónustu þess eðlis.
Lögregluskýrslur: Ef þú hefur verið svo óheppin að lenda í atviki sem að kallar á að gera lögregluskýrslu hér á Spáni, í þeim tilgangi að fá endurgreiðslu frá íslensku tryggingarfélag, þá veiti ég bæði túkaþjónustu við gerð lögregluskýrslunar sem og þýðingu á skýrslunni yfir á íslensku.
Túlkanir á gögnum - hjá lögbókanda
Við undirritun gagna hjá lögbókanda eða Notarius eins og embættið kallast á Spáni, eru skjöl alla jafna undirrituð einungis á spænsku, en fylgi þýðing með, er það þó alltaf skjalið sem er á frummálinu þ.e. spænsku, sem gildir. Þess vegna er mikilvægt að hafa alltaf með sér túlk við undirritun hvers konar gagna. Hvort sem um er að ræða undirritun 20+ bls. afsals eða 5 bls. umboðs þá getur túlkurinn þinn farið yfir loka skjalið sem að útbúið er á skrifstofu nótaríus, og þýtt fyrir þig munnlega innihald þess áður en að undirritun kemur. Jafnframt er það skylda nótaríus að tryggja að aðilar skilji fullkomnlega hverja þá gjörninga sem þeir skrifa undir í viðurvist hans. Ég hef starfað sem túlkur og þýðandi fyrir ýmsa lögbókanda bæði í Murcia- sem og Alicante héraði frá árinu 2001 - Hafðu samband HÉR til að fá tilboð í túlkun.
Sendu fyrirspurn / fáðu tilboð
Envíeme sus consultas / Solicita presupuesto
Fáðu svör við spurningum þínum og verð í þýðinguna þér að kostnaðarlausu. Ég svara öllu fyrirspurnum sem berast á virkum dögum samdægurs en jafnframt er þér velkomið að hafa samband með tölvupósti á info@perlatranslate.com. Athugaðu að til að fá nákvæmt verðmat í textaþýðingu, er mikilvægt að senda skjalið með sem viðauka, annaðhvort á e-maili á info@perlatranslate.com eða með því að ýta á "Hvernig get ég aðstoðað" flipann hér að neðan og ýta á bréfaklemmuna.
---------------------------------
Aquí encontrarás la manera más fácil y directa de solicitar el presupuesto que necesitas sin coste ninguno. Rellena el formulario o envíeme un correo electrónico a info@perlatranslate.com y te responderé a la mayor brevedad posible. Recuerde adjuntar los documentos que necesite traducir para recibir un presupuesto exacto, pero además de poder mandármelo adjuntado por correo electrónico, se puede mandar adjuntado pulsando la pestaña de "Hvernig get ég aðstoðað" debajo a la derecha y a continuación al icono de sujetapapeles.